Náttúran er skrifuð með ám og fjöllum, bækur eru skrifaðar með orðum - báðar eiga skilið annað líf.

Hugmyndin að Fjordic varð til þegar við fjölskyldan dvöldum á Vestfjörðum, innblásin af náttúrunni og sjálfbærri hugsun. Hundruðum milljóna bóka er fargað ár hvert, síðum fullum af sögum, þekkingu og töfrum.Hjá okkur kviknaði sú sýn að gefa skemmdum eða yfirgefnum bókum nýtt líf með því að breyta blaðsíðum þeirra í einstök, umhverfisvæn listaverk.

Sjálfbærari listprent

Mörg listprent eru unnin úr nýframleiddum pappír og blekhylkjum og hafa oft meiri umhverfisáhrif en virðist við fyrstu sýn. Allt ferlið að baki hefðbundnum prentum, frá trjáhöggi til alþjóðlegra flutningskeðja, eykur kolefnisspor þeirra.Fjordic fer aðra leið. Með því að prenta á gamlar bókasíður og nota Epson EcoTank-blek gefum við gömlu efni nýtt líf í stað þess að skapa nýjan úrgang, þannig drögum við úr CO₂e-losun um áætlað 95-98% á hvert prent miðað við hefðbundin prent.

Prentverk úr gömlum bókasiðum

Eftirfarandi hannanir eru í boði. Engin tvö prent, jafnvel af sömu hönnun, eru nákvæmlega eins - blaðsíðan verður alltaf einstök.Allar blaðsíðurnar eru eldri en 50 ára, sumar meira en 100 ára. Þær bera með sér spor tímans, sem gefa hverju verki sína eigin sjarmerandi, vintage-áferð.Athugið að rammar og karton fylgja ekki með.

Hver erum við?

Fjordic er lítið prentverkstæði rekið af líffræðingunum Jonathan og Sigurlaugu, formlega stofnað árið 2025, en sagan okkar hófst nokkrum árum fyrr. Í covid-faraldrinum yfirgáfum við „stórborgarlífið“ í Reykjavík með eins árs dóttur okkar og fluttum í eitt ár til Bolungarvíkur á Vestfjörðum. Þar tóku íbúarnir á móti okkur með opnum örmum, við urðum samstundis heilluð af bænum, bröttum fjöllunum allt um kring og ekki skemmdu hnúfubakarnir í firðinum útsýnið úr svefnherbergisglugganum.Fljótlega tókum við eftir litlum en mikilvægum dæmum um hvernig samfélag og sjálfbærni fléttast inn í daglegt líf. Eitt þeirra var Nytjagámur, verkefni þar sem fólk skilur eftir hluti sem það hefur ekki lengur not fyrir, svo aðrir geti nýtt þá áfram. Þar sem við vorum nýflutt leituðum við endrum og sinnum að listaverkum og öðrum hlutum í Nytjagáminum til að lífga upp á auða veggi heimilisins. Eitthvað laðaði okkur að slitnum bókum sem þar höfðu verið skildar eftir. Hvað ef þær gætu orðið eitthvað meira?Það sem byrjaði sem einföld leið til að umbreyta gleymdum bókasíðum í list fyrir heimilið okkar varð smám saman að stærri hugmynd. Nokkrum árum eftir að við fluttum aftur til Reykjavíkur veltum við fyrir okkur hvort aðrir kynnu að njóta þessara prenta jafn mikið og við - og úr þeirri spurningu fæddist Fjordic.Markmið okkar er að blása nýju lífi í það sem þegar er til, draga úr sóun og skapa list sem er jafn góð við plánetuna og hún er falleg á veggnum þínum.

Hvernig á að panta

Ef þú vilt kaupa prent eða hefur spurningar, fylltu út eyðublaðið og við svörum eins fljótt og auðið er - yfirleitt innan 1 virks dags.Úrval af prentum er einnig til sölu á Hvalasafninu, Fiskislóð 23–25, 101 Reykjavík.Við hlökkum til að heyra frá þér!